Dagana 29. maí til 2. júní nk. verður haldið Norrænt þing matreiðslumeistara Nordic Kökkenchefs Forening, skammstafað NKF,
er von á yfir 100 matreiðslumönnum hingað til lands vegna þingsins.

Forsetar og aðrir stjórnarmenn matreiðsluklúbba norðurlandanna koma hingað þann 29. maí og funda þann 30. maí en formleg almenn dagskrá þingsins hefst að kvöldi 30. maí.

Auk stjórnar NKF (10 manns) koma einnig hingað Skotinn hr. Neil Thomson sem er Continental Director Europe North hjá heimssamtökum matreiðslumanna Worldchefs.

Fjölbreytt dagskrá verður í gangi auk sjálf þingsins, t.d. gríðarlega sterk norræn matreiðslukeppni Nordic Chef Of The Year, þar sem eldri og yngri keppa jafnfætis,
Norræn þjónakeppni, fyrirlestrar og ýmislegt annað fróðlegt sem og skemmtilegt.
Þá verða norrænu matarverðlaunin Embla í samstarfi við okkur í viðburðahaldinu og má ætla að með þeim gestum sem koma hingað vegna Emblu að alls milli
300-400 norrænir matgæðingar og fagfólk verði gestir okkar í matarborginni Reykjavík þessa daga.

Öll dagskrá þingsins, sem og allar keppnir, fara fram í Hörpu.