Aðalfundur KM

Verður haldinn á Hótel Sigló laugardaginn 7. apríl og hefst fundurinn klukkan 10:00.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Hádegisverður & hressing.
Hvetjum alla félaga að fjölmenna á fundinn.

Minnum á að félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka, svartar buxur og svarta skó.
Og að þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.

7.1 Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert. Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum.

Aðalfundarstörf eru:
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundaritara
4. Fundagerð síðasta aðalfundar
5. Skýrsla forseta
6. Skýrsla gjaldkera
7. Skýrslur nefnda á vegum KM
8. Lagabreyting
9. Stjórnarkosningar.
10. Kosning skoðunarmanna reikninga
11. Kosning varamanna í stjórn N.K.F.
12. Kosning í nefndir á vegum K.M.
13. Félagsgjöld
14. Önnur mál
15. Fundi slitið

7.2 Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfundi á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.
7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka, svartar buxur og svarta skó. Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.
7.4 Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

ÁRSHÁTÍÐ Klúbbs Matreiðslumeistara  6 – 8 apríl 2018

BYRJA AÐ SKRÁ SIG NÚNA Í RÚTUNA.  Verð á mann í rútu 4990 kr báðar leiðir.

(miðavið 50 manna rútu)

SKRÁNING í rútuferð er á   [email protected]

Skrá fullt nafn og fjölda

VERA BÚINN AÐ PANTA GISTINGU Á HÓTEL SIGLÓ.

Mæting kl  13:30 við Korputorg ( bílastæðinu) og reynum að láta fara lítið fyrir okkur.

Torgið veitingastaður verður með fiskrétt fyrir þá sem eru að koma með rútunni að sunnan um kvöldið.

Dagskrá yfir helgina.

Laugardagur 7 apríl

Aðalfundur hefst í gula húsinu kl 10:00. Hvítur kokkajakki, svartar buxur og svarta skó.

Makaferð hefst kl 10:00. Júlíus Júlíusson fer með makana okkar í ævintýraferð og kemur þeim í hádegisverðinn

Hádegisverður frá  kl 12 – 13:00 fyrir fundarmenn og makar velkomnir ( matarkynning úr héraði)

Aðalfundarslit kl 15:00

Sögusigling í ca klukkutíma í Siglufirði, makar og félagsmenn

Dagskrá árshátíðar.

Fordrykkur á Hótel barnum kl 18:30

Kvöldverður á Hannes Boy kl 19:30

Matseðill:

Íslensk hörpuskel úr Breiðafirði

Reykt ýsa, kartöflumauk, uppstúfur, rúgbrauð og söl

Lambafile, lambaöxl, grænkál, rófur, gulrót

Súkkulaði pralín, marengs, kirsuber og kardimomma

Sunnudagur

Morgunverður verður til 11:00