Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara verður haldinn laugardaginn 6. apríl 2019 á Hótel Sögu við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Fundurinn hefst klukkan 10:00.

Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfundi á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.

Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka, svartar buxur og svarta skó.
Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.

Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara.

Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

LÖG KM:
7. grein AÐALFUNDUR:

7.1  Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert. Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum.

Aðalfundarstörf eru:
1.  Fundur settur
2.  Kosning fundarstjóra
3.  Kosning fundaritara
4.  Fundagerð síðasta aðalfundar
5.  Skýrsla forseta
6.  Skýrsla gjaldkera
7.  Skýrslur nefnda á vegum K.M.
8.  Lagabreyting
9.  Stjórnarkosningar.
10. Kosning skoðunarmanna reikninga
11. Kosning varamanna í stjórn N.K.F.
12. Kosning í nefndir á vegum K.M.
13. Félagsgjöld
14. Önnur mál
15. Fundi slitið

7.2  Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfundi á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.
7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka, svartar buxur og svarta skó.  Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.
7.4  Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara.  Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

Tillögur að lagabreytingum á aðalfundi 2019 frá Orðu og laganefnd

 

Grein 5 er eftirfarandi:

5. grein STJÓRN:
5.1  Stjórn K.M. skipa sjö menn og einn varamaður.
5.1.1 Forseti, sem kosinn er sérstaklega til tveggja ára í senn.
5.1.2 Sex stjórnarmeðlimir kosnir til tveggja ára í senn
5.1.3 Einn varamaður kosinn til eins árs í senn.
5.2. Skoðunarmenn K.M. skipa tveir menn
5.2.1 Tveir endurskoðendur kosnir til tveggja ára í senn og einn til vara kosinn til eins árs í senn.
5.3.   Stjórn K.M skipar báða aðalmenn í stjórn N.K.F.  Forseti K.M. á fast sæti í stjórn N.K.F.
5.3.1 Tveir varamenn kosnir til eins árs í senn í stjórn N.K.F.

 

Grein 5 breytist í:

 

5. grein STJÓRN:
5.1  Stjórn K.M. skipa sjö menn og einn varamaður.
5.1.1 Forseti, sem kosinn er sérstaklega til tveggja ára í senn.
5.1.2 Sex stjórnarmeðlimir kosnir til tveggja ára í senn
5.1.3 Einn varamaður kosinn til eins árs í senn.
5.2. Skoðunarmenn
reikninga K.M. skipa tveir menn
5.2.1 Tveir
skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til tveggja ára í senn og einn til vara kosinn til eins árs í senn.
5.3.   Stjórn K.M skipar báða aðalmenn í stjórn N.K.F.  Forseti K.M. á fast sæti í stjórn N.K.F.
5.3.1 Tveir varamenn kosnir til eins árs í senn í stjórn N.K.F.

 

Grein 6 er eftirfarandi:

 

6. grein STJÓRNARSTÖRF:
6.1 Bókhaldsár K.M. er almanaksárið.
6.2 Stjórnarfundir skulu vera eins oft og forseta þykir nauðsynlegt og ef gjaldkeri og ritari krefjast þess.
6.3 Ritari gerir fundargerð fyrir hvern stjórnarfund og almennan fund, annast allar bréfaskriftir sem stjórnin felur honum. Ritari verður að færa reglulega félagaskrá.
6.4 Gjaldkeri innir af hendi öll klúbbgjöld svo og önnur gjöld og færir rekstrarreikning K.M.
6.5 Endurskoðendur geta krafist þess hvenær sem er að gjaldkeri leggi fram bókhald K.M. til endurskoðunar.  Stjórnin hefur einnig rétt til að krefjast endurskoðunar á bókhaldi K.M. hvenær sem er fyrir utan aðalendurskoðun fyrir aðalfund hvers árs.
6.6 Fjáreignir K.M. skal  leggja á bankareikning sem skal  vera á nafni K.M.
6.7 Aðeins forseti og gjaldkeri skulu hafa prókúru fyrir hönd K.M.

 

Grein 6 breytist í:

 

6. grein STJÓRNARSTÖRF:
6.1 Bókhaldsár K.M. er almanaksárið.
6.2 Stjórnarfundir skulu vera eins oft og forseta þykir nauðsynlegt og ef gjaldkeri og ritari krefjast þess.
6.3 Ritari gerir fundargerð fyrir hvern stjórnarfund og almennan fund, annast allar bréfaskriftir sem stjórnin felur honum. Ritari verður að færa reglulega félagaskrá.
6.4 Gjaldkeri innir af hendi öll klúbbgjöld svo og önnur gjöld og færir rekstrarreikning K.M.
6.5
Skoðunarmenn geta krafist þess hvenær sem er að gjaldkeri leggi fram bókhald K.M. til endurskoðunar.  Stjórnin hefur einnig rétt til að krefjast endurskoðunar á bókhaldi K.M. hvenær sem er fyrir utan aðalendurskoðun fyrir aðalfund hvers árs.
6.6 Fjáreignir K.M. skal  leggja á bankareikning sem skal  vera á nafni K.M.
6.7 Aðeins forseti og gjaldkeri skulu hafa prókúru fyrir hönd K.M.

 

Grein 9 er eftirfarandi:

 

9. grein ORÐUVEITINGAR – VIÐURKENNINGAR:
9.1 K.M. getur heiðrað þá klúbbfélaga Cordon Bleu orðunni sem:
9.1.1 Hafa verið mjög virkir í félags- og/eða faglegu starfi K.M. Stjórn K.M. metur það hverju sinni.
9.1.2 Viðkomandi þarf að vera góður fagmaður og hafa gott orð á sér í greininni og vera góður fulltrúi K.M. útávið.

9.1.3 Umsókn fer til Orðu-og laganefndar sem gefur umsögn um viðkomandi, en stjórn K.M. hefur úrslitavald.
9.2 Stjórn K.M. skipar 5 manns í Orðu- og laganefnd og einn til vara.
9.2.1 Þeir einstaklingar sem stjórn K.M. skipar í nefndina skulu hafa Cordon Bleu að lágmarki.
9.2.2 Orðu- og laganefnd getur mælt með manni og borið undir stjórn, án þess að maðurinn sæki um.
9.3 Orðu- og laganefnd sér um allar framkvæmdir á orðuveitingum.
9.4 Allir sem fá Cordon Bleu skulu fá skjal frá K.M. um hvers vegna viðkomandi fékk orðuna.
9.5 K.M. hvetur til að orðurnar séu bornar við viðeigandi tækifæri.
9.6 Stjórn K.M. hefur heimild til að svipta mann orðunni þyki ástæða til.
9.7 Cordon Bleu orðan er veitt fyrir fagleg störf og störf að félagsmálum.
9.8 Stjórnarorðan er afhent nýkjörnum stjórnarmeðlim og berist við öll hátíðleg tækifæri fyrir hönd K.M. afhendist nýjum stjórnarmeðlim að loknu kjörtímabili.
9.9 Forsetaorðan er afhent kjörnum forseta og berist við öll hátíðleg tækifæri fyrir hönd K.M.
9.10 NKF veitir orðuna Cordon Rouge að fengnum tillögum frá stjórn K.M. og er hún einungis veitt fyrir störf að félagsmálum.
9.11 K.M. heiðrar þá félaga sem tekið hafa þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni með diploma og þá sem vinna til verðlauna í flokkum landsliða með keppnisorðu.
9.11.1 Sama gildir um þá sem vinna til gullverðlauna í einstaklingskeppnum á alþjóðavísu.
9.11.2 Afhendist hún áletruð með viðeigandi texta, ásamt veggdiplómu með nafni viðtakanda, dagsetningu, keppni, keppnisstað og verðlaunastigi.
9.11.3 Skal þetta veitt á árshátíð K.M.
9.11.4 Í keppnisliði teljast þeir vera sem taka fullan þátt í æfingum og undirbúningi fyrir keppni og keppninni sjálfri á keppnisstað.
9.11.5 Keppnisliðstjóri er ábyrgur fyrir að stjórn K.M. og O.L. nefndin fái réttar upplýsingar hvað þetta varðar.
9.12 K.M. veitir árlega viðurkenningu þeim nema sem hæstu einkunn hlýtur á sveinsprófi í matreiðslu.
9.12.1 Um er að ræða eignargrip annars vegar og hins vegar farandgrip sem verður til varðveislu í Hótel- og Matvælaskólanum.

9.12.2 Báðir þessir gripir eru með áletrun sem við á.

 

Grein 9 breytist í:

 

 

9. grein ORÐUVEITINGAR – VIÐURKENNINGAR:
9.1 K.M. getur heiðrað þá klúbbfélaga Cordon Bleu orðunni sem:
9.1.1 Hafa verið mjög virkir í félags- og/eða faglegu starfi K.M. Stjórn K.M. metur það hverju sinni.
9.1.2 Viðkomandi þarf að vera góður fagmaður og hafa gott orð á sér í greininni og vera góður fulltrúi K.M. útávið.

9.1.3 Umsókn fer til Orðu-og laganefndar sem gefur umsögn um viðkomandi, en stjórn K.M. hefur úrslitavald.
9.2 Stjórn K.M. skipar 5 manns í Orðu- og laganefnd og einn til vara.
9.2.1 Þeir einstaklingar sem stjórn K.M. skipar í nefndina skulu hafa Cordon Bleu að lágmarki.
9.2.2 Orðu- og laganefnd getur mælt með manni og borið undir stjórn, án þess að
viðkomandi sæki um.
9.3 Orðu- og laganefnd sér um allar framkvæmdir á orðuveitingum.
9.4 Allir sem fá Cordon Bleu skulu fá skjal frá K.M. um hvers vegna viðkomandi fékk orðuna.
9.5 K.M. hvetur til að orðurnar séu bornar við viðeigandi tækifæri.
9.6 Stjórn K.M. hefur heimild til að svipta mann orðunni þyki ástæða til.
9.7 Cordon Bleu orðan er veitt fyrir fagleg störf og störf að félagsmálum.
9.8 Stjórnarorðan er afhent nýkjörnum stjórnarmeðlim og berist við öll hátíðleg tækifæri fyrir hönd K.M. afhendist nýjum stjórnarmeðlim að loknu kjörtímabili.
9.9 Forsetaorðan er afhent kjörnum forseta og berist við öll hátíðleg tækifæri fyrir hönd K.M.
9.10 NKF veitir orðuna Cordon Rouge að fengnum tillögum frá stjórn K.M. og er hún einungis veitt fyrir störf að félagsmálum.
9.11 K.M. heiðrar þá félaga sem tekið hafa þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni með diploma og þá sem vinna til verðlauna í flokkum landsliða með keppnisorðu.
9.11.1 Sama gildir um þá sem vinna til gullverðlauna í einstaklingskeppnum á alþjóðavísu.
9.11.2 Afhendist hún áletruð með viðeigandi texta, ásamt veggdiplómu með nafni viðtakanda, dagsetningu, keppni, keppnisstað og verðlaunastigi.
9.11.3 Skal þetta veitt á árshátíð K.M.
9.11.4 Í keppnisliði teljast þeir vera sem taka fullan þátt í æfingum og undirbúningi fyrir keppni og keppninni sjálfri á keppnisstað.
9.11.5 Keppnisliðstjóri er ábyrgur fyrir að stjórn K.M. og O.L. nefndin fái réttar upplýsingar hvað þetta varðar.
9.12 K.M. veitir árlega viðurkenningu þeim nema sem hæstu einkunn hlýtur á sveinsprófi í matreiðslu.
9.12.1 Um er að ræða eignargrip annars vegar og hins vegar farandgrip sem verður til varðveislu í Hótel- og Matvælaskólanum.

9.12.2 Báðir þessir gripir eru með áletrun sem við á.

 

Grein 10 er eftirfarandi:

 

10. grein ANDLÁT:
10.1 Látist félagsmaður  K.M. sér stjórnin  um að veita aðstandendum samúð og hlýhug.  Félagsfáni og blómsveigur skal hafður við útför í samráði við aðstandendur.

 

Grein 10 breytist í:

 

10. grein  HEIÐURSFÉLAGAR:

10.1 Heiðursfélagi skal tilnefndur af Orðu- og laganefnd en stjórn fer með ákvörðunarvaldið

10.2 Til að hljóta þessa viðurkenningu þarf viðkomandi að hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins um langan tíma

10.3 Heiðursfélagar klúbbsins skulu ekki vera fleiri en 3 hverju sinni

10.4 Heiðursorða skal veitt viðkomandi við hátíðlega athöfn á árshátíð K.M.

 

Grein 11 er eftirfarandi:

 

11. grein FJÁRHAGSLEGAR SKULDBINDINGAR/SLIT KLÚBBSINS:
11.1   Allar meiriháttar fjárhagslegar sem og aðrar stórar skuldbindingar fyrir K.M. skal ávallt kynna fyrir félagsmönnum og fá samþykki amk. 2/3 hluta félagsmanna á aðalfundi eða eftir atvikum, skjótvirkari lögboðnum leiðum ef þurfa þykir.  Stjórn K.M. ákveður þó skynsamleg útgjöld hverju sinni til að tryggja framgöngu liðar 2.1 til– 2.9 í lögum K.M.
11.2   Ef til kemur að Klúbbur Matreiðslumeistara verður lagður niður þá þarf samþykki 2/3 allra skráðra félagsmanna á tveim aðalfundum til að samþykkja það.  Skal þá eignum/skuldum skipt jafnt á milli skráðra félagsmanna.

 

Grein 11 breytist í:

 

11. grein ANDLÁT:
11.1 Látist félagsmaður  K.M. sér stjórnin  um að veita aðstandendum samúð og hlýhug.  Félagsfáni skal hafður við útför í samráði við aðstandendur.

 

Grein 12 er eftirfarandi:

 

12. grein STAÐFESTINGAR Á LÖGUM:
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Hotel Sigló, Siglufirði, 7. apríl 2018

 

Grein 12 breytist í:

 

12. grein FJÁRHAGSLEGAR SKULDBINDINGAR/SLIT KLÚBBSINS:
12.1   Allar meiriháttar fjárhagslegar sem og aðrar stórar skuldbindingar fyrir K.M. skal ávallt kynna fyrir félagsmönnum og fá samþykki amk. 2/3 hluta félagsmanna á aðalfundi eða eftir atvikum, skjótvirkari lögboðnum leiðum ef þurfa þykir.  Stjórn K.M. ákveður þó skynsamleg útgjöld hverju sinni til að tryggja framgöngu liðar 2.1 til– 2.9 í lögum K.M.
12.2   Ef til kemur að Klúbbur Matreiðslumeistara verður lagður niður þá þarf samþykki 2/3 allra skráðra félagsmanna á tveim aðalfundum til að samþykkja það.  Skal þá eignum/skuldum skipt jafnt á milli skráðra félagsmanna.

 

Grein 13 verður:

 

13. grein STAÐFESTINGAR Á LÖGUM:
Lög þessi öðlast þegar gildi.